Um Lúu
Lúa er listamannsafn Lovísu Viðarsdóttur, listakonu úr Hafnarfirði. Lúa hefur fengist við listsköpun frá unga aldri og síðustu ár hefur hún fengist við listmálun. Hún hefur sótt lengri og styttri námskeið í listmálun, bæði hérlendis og erlendis. Málverkasýningar með myndum Lúu hafa verið haldnar á Íslandi og á Kanarí.
Lúa málar helst með vatnslitum, akrýl eða með bleki, svokölluðu "alcohol ink". Myndir málaðar með alcohol bleki hafa vakið mikla athygli upp á síðkastið enda er um að ræða nýstárlega aðferð við listmálun. Lúa hefur málað myndir með þessu bleki síðustu ár og leggur mikið upp úr litasamsetningu og blöndun lita. Útkoman er afar falleg, óvenjuleg og eftirtektarverð.
Ef þú vilt fá upplýsingar um málverkin, skoða þau nánar eða kaupa þá er velkomið að hringja í Lúu eða senda skilaboð. Netfangið er lovisavidars@gmail.com og síminn er 847-4841.
